19.12.1985
Efri deild: 40. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1908 í B-deild Alþingistíðinda. (1615)

145. mál, stjórn fiskveiða

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Ræðu hv. þm. er nú frestað og jafnframt þessum fundi. Þegar það er haft í huga að á morgun eiga hv. þm. í vændum langan og strangan vinnudag og jafnvel vökunótt þá var það von og reyndar markmið forseta að komast hjá kvöldfundi í dag. En það er útséð um að svo geti orðið og þess vegna verður þessum fundi nú frestað til kl. 9 í kvöld. Það er gert vegna þess að deildarfundur hefur verið boðaður í Nd. kl. 9 og jafnframt af tillitssemi við starfsfólk hér í þinginu sem er undir miklu álagi. - [Fundarhlé.]