19.12.1985
Efri deild: 40. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1924 í B-deild Alþingistíðinda. (1626)

145. mál, stjórn fiskveiða

Helgi Seljan:

Virðulegi forseti. Við núverandi aðstæður og ástand fiskistofna er öllum ljóst að ákveðinnar stjórnunar fiskveiða er þörf. Kvótakerfið er vissulega gallað í margri grein og hefur verið gagnrýnt harðlega, sumt með réttu, annað með röngu. En engar beinar tillögur aðrar um stjórnun og fyrirkomulag hennar liggja hér fyrir. Með þessu frv. hefur verið komið til móts við gagnrýni á núgildandi lögum og framkvæmd þeirra í veigamiklum greinum, margt til verulegra bóta og annmarkar sniðnir af. Varðandi báta undir 10 lestum hefði ég þó viljað ganga enn lengra en gert er. Ég held að engu að síður séum við á réttri leið í þessum efnum. Verstu ágallar eru sniðnir af, dregið úr ofurvaldi ráðherra og ráðuneytis og önnur leið betri ekki beint í augsýn. Því mun ég styðja frv. í þessari mynd þó ég sé ekki alsáttur við það, einkum ekki 9. gr. þess, en seint mun allt verða þar sem hver og einn vill í öllum greinum. Ég segi því já.