19.12.1985
Neðri deild: 42. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2001 í B-deild Alþingistíðinda. (1709)

194. mál, nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf.

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessu frv. Ég er ekki að lýsa vantrausti á þá sem hafa valist til að sinna rannsókn þessa máls. Þvert á móti koma þeir ágætlega fyrir sjónir og heyrn. Hins vegar tel ég þessa leið þinginu ekki samboðna. Það skýtur mjög skökku við að hér koma talsmenn ríkisstj. hver á fætur öðrum og lýsa því yfir að hér verði engu skotið undan og menn keppast við að lýsa því yfir að þetta verði allt saman opið, en samt er hér gengið skref fyrir skref og lokað öllum smugum sem Alþingi hefði getað haft til að fylgjast með þessu máli. Það er ekkert sem bendir til að um þetta verði fjallað á opinn hátt. Því segi ég nei.