20.12.1985
Efri deild: 42. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2007 í B-deild Alþingistíðinda. (1720)

Þingfrestun efri deild

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Fyrir hönd okkar þingdeildarmanna vil ég þakka hlý orð og góðar óskir okkur og okkar fjölskyldum til handa frá forseta þessarar hv. deildar. Ég vil einnig fyrir okkar hönd þakka forseta hina ágætustu samvinnu í hvívetna svo og röggsama og réttláta fundarstjórn ævinlega. Við færum henni og fjölskyldu hennar okkar bestu jóla- og nýársóskir og vonumst til að hittast öll hér heil á nýju ári. Ég tek undir þakkir forseta til skrifstofustjóra og starfsmanna þingsins fyrir gott samstarf og vel unnin störf á þeim annasömu dögum sem við höfum nú upplifað. Ég vil biðja hv. þingdeildarmenn að staðfesta þessar óskir og þakkir til forseta deildarinnar með því að rísa úr sætum.- [Þingmenn risu úr sætum.]