20.12.1985
Neðri deild: 43. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2007 í B-deild Alþingistíðinda. (1722)

Þingfrestun neðri deild

Forseti (Ingvar Gíslason):

Þetta er síðasti fundur þessarar hv. þingdeildar nú fyrir jólaleyfi. Af því tilefni vil ég leyfa mér að þakka hv. þingdeildarmönnum samstarfið við mig það sem af er þingtímanum. Það samstarf hefur verið mér ánægjulegt í hvívetna.

Ég vil þakka þá mikilvægu aðstoð sem 2. varaforseti þd. hefur veitt mér í starfi, hv. þm. Birgir Ísl. Gunnarsson, en flyt jafnframt fyrri varaforseta, hv. þm. Karvel Pálmasyni, innilega jólakveðju í nafni deildarinnar með ósk um skjótan bata í veikindum hans og að hann megi koma sem fyrst til starfa sinna á Alþingi heill og hress. Skrifurum deildarinnar þakka ég gott samstarf svo og skrifstofustjóra Alþingis og starfsfólkinu öllu. Ég óska hv. þingdeildarmönnum og starfsfólki Alþingis gleðilegra jóla, farsæls nýárs. Hittumst heil á nýju ári.