20.12.1985
Sameinað þing: 34. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2009 í B-deild Alþingistíðinda. (1727)

Um þingsköp

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég tek þessar útskýringar hæstv. forsrh. ekki góðar og gildar. Ég vek athygli á því að í svarinu kemur fram að varðandi þessar sjö bifreiðar eru upphæðir, sem þar koma fram um eftirgefin gjöld, byggðar á útreikningum um tollafgreiðslugengi í nóvember 1985. Það er áætlað að eftirgefin gjöld séu um 60% af bílverðinu. Miðað við það er því mjög auðvelt að reikna út bílverðið. Ég trúi því ekki að ekki sé hægt að fá útreikninga um fyrningarfé ef þessar reglur hefðu verið í gildi á þessum tíma. Ég hef reyndar sjálf látið hagfræðing reikna þessar tölur út og hann gerði það á einu augabragði. Ég trúi því ekki að starfsmenn forsrn. gætu ekki gert slíkt hið sama.