21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2092 í B-deild Alþingistíðinda. (1760)

1. mál, fjárlög 1986

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Eins og þm. er kunnugt standa ekki efni til þess að fara í frekari skattalækkanir en gert hefur verið. En ég vil vekja aðra spurningu. Ég er hér með tvö frv. frá Alþýðuflokksmönnum um tekju- og eignarskatt, lögð fram á þessu þingi, en ekkert hefur verið lagt fram sem skýrir þá undarlegu fjárlagatillögu sem hér liggur fyrir. Má vera að ný skattalög eigi kannske að koma ári síðar en fjárlögin? Ég hlýt að greiða atkvæði í samræmi við gildandi lög og tillögur á Alþingi og þess vegna segi ég já.