21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2100 í B-deild Alþingistíðinda. (1787)

1. mál, fjárlög 1986

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Við erum allir af vilja gerðir til að reyna að greiða fyrir þingstörfum. (Menntmrh.: Það sýnir sig.) Það er alveg rétt, hæstv. menntmrh., eins og kemur í ljós. Málum hagar þannig að nú koma nokkuð margar tillögur frá Alþfl. um niðurfellingu ýmissa ríkisstofnana, tilraunabúa, fóðurverksmiðja o.s.frv. Ég lít svo á að þessar tillögur séu raunar allar um eitt og það sama. Því mun ég líta á afgreiðslu á næstu till. sem afgreiðslu á þeim öllum. Verði hún ekki samþykkt mun ég draga allar aðrar tillögur til baka nema einhver þm. óski sérstaklega eftir því að um einhverja þeirra verði greidd atkvæði. Þar að auki eru aðrar brtt., herra forseti, sem fjalla um bókhaldsleg atriði í ráðstöfun B-hluta stofnana á efnum sem þegar er búið að fella í tillögum okkur þannig að að afgreiddri till. um tilraunabúið á Hesti - ég geri ráð fyrir því að hún verði felld þó það sé aldrei að vita - tel ég að unnt sé að afgreiða í einu slengi, svo að notað sé íslenskt orðfæri hæstv. menntmrh., allar tillögur um B-hlutann í einni atkvæðagreiðslu.