21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2104 í B-deild Alþingistíðinda. (1800)

Kosning í bankaráð Búnaðarbanka Íslands

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Hér er á dagskrá kjör bankaráða ríkisbankanna. Ég veit að þar er farið að lögum, en ég mótmæli þeim lögum. Ég mótmæli þessum kosningum. Það er að mínu mati með engu móti verjandi, hvorki siðferðilega né stjórnarfarslega, að Alþingi kjósi bankaráð. Ég tel þetta afglöp og hef margflutt brtt. í þessum efnum. Að auki vil ég láta það koma fram að ég tel setu alþm. í bankaráðum ríkisbankanna fullkomlega ósamrýmanlega kröfum um pólitískt siðgæði.