27.01.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2116 í B-deild Alþingistíðinda. (1842)

Tilkynning frá forsætisráðherra um breytingar á ríkisstjórninni

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal út af síðustu orðum hv. 3. þm. Reykv. tekið fram að það kann að vera að hæpið sé að tala um venju um það atriði sem hann ræddi og forseti minntist á þó hann viðhefði þau orð. En það er þá vegna þess að það ber svo sjaldan við að slíkar tilkynningar um breytingar á ríkisstjórninni séu gefnar á Alþingi hliðstætt því sem nú er gert. Ég hef í huga tvö önnur tilvik. Það var 1959, þegar tilkynnt var um tilkomu viðreisnarstjórnarinnar, og ég hef annað tilvik frá því 16. október s.l. þegar tilkynnt var um breytingar á ríkisstjórninni. En ég sé ekki ástæðu til að ræða frekar um þetta. Það kann að vera að það sé álitamál hvort það á að tala um venju eða eitthvað annað í þessu sambandi.