30.01.1986
Sameinað þing: 39. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2212 í B-deild Alþingistíðinda. (1895)

Lánasjóður íslenskra námsmanna

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. málshefjandi og hæstv. ráðherra hafa báðir haldið ítarlegar ræður í þessari umræðu. Það væri æskilegt að ljúka umræðunni fyrir kvöldmat. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að hv. þm. taki mið af því hver staðan er. Það eru sjö núna á mælendaskrá. Þetta er ekki sagt vegna þess að það sé ætlunin að takmarka umræður, það er ekki ætlunin. Ef ekki tekst að ljúka umræðunni fyrir kvöldmat verður henni haldið áfram eftir kvöldmat og þar til yfir lýkur. (Menntmrh.: Nei, nei, það kemur ekki til mála.) Umræðunni verður lokið. Henni verður ekki frestað.