11.02.1986
Sameinað þing: 44. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2449 í B-deild Alþingistíðinda. (2037)

Um þingsköp

Menntmrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Ég hef litlu við þetta að bæta sem kom fram hjá hæstv. forseta. Ég mun hafa samband við fjmrh. og ræða það við hann hvernig við fyrst og best getum gert þessum spurningum skil. Ég hef verið tilbúinn til þess að svara mínum hluta fsp. og raunar er það svo með fyrri tvo liðina sem ætlaðir eru fjmrh. að nokkuð fullgild svör við þeim komu fram í bréfi, sem hann skrifaði á sínum tíma til fjölmenns fundar sem við hv. þm. sátum báðir uppi á Sögu, til Kennarasambandsins eða Bandalags kennarafélaganna og eins er það að af því hefði mátt ráða nokkuð í svör við þessum spurningum. Ég mun, herra forseti, leita eftir því við fjmrh. að setið verði fyrir þessum svörum hið allra fyrsta.