11.02.1986
Sameinað þing: 44. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2450 í B-deild Alþingistíðinda. (2039)

Um þingsköp

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ég er að sjálfsögðu ekki að fara þess á leit að brugðið verði út frá þingsköpum né venjum í þinginu í sambandi við þetta efni, en ég taldi óhjákvæmilegt að vekja athygli á því hvernig á stæði um þetta mál sem svo lengi hefur verið á dagskránni. Ég þakka fyrir undirtektir um það að hæstv. ráðherrar verði beðnir um - og raunar hefur hæstv. menntmrh. tekið undir það - að standa þinginu skil á svörum við þessari fsp. við allra fyrstu hentugleika. Ég veit ekki hvort hæstv. forseti hefur í huga að það geti orðið síðar á þessum degi, en ég vil mælast til þess að það dragist þá ekki lengur en til upphafs næsta fundar í Sþ. á fimmtudaginn kemur.