13.02.1986
Sameinað þing: 46. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2551 í B-deild Alþingistíðinda. (2132)

213. mál, laun, samnings- og verkfallsréttur og lögverndun á starfsheiti kennara

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Lærdómurinn af þessu máli er sá að ríkisstjórnin er á flótta. Það er niðurstaðan sem liggur fyrir og sá lærdómur nýtist vonandi samtökum annarra launamanna á komandi vikum og mánuðum. Það er til marks um ástandið í Sjálfstfl. núna og taugaveiklunina sem hefur gripið um sig þar þegar varaformaður Sjálfstfl. er gerður út í sérstakan njósnaleiðangur til að grafa upp hvernig fréttamenn á fréttastofu Ríkisútvarpsins skrifa sínar fréttir. Þetta eru fróðlegar upplýsingar um ástandið í þessum flokki, Sjálfstfl., (Fjmrh.: Eru það ekki opinberar upplýsingar?) um leið, hæstv. fjmrh., og flótti stjórnarinnar má verða öðrum samtökum launafólks lærdómsefni á komandi dögum og mánuðum.