18.02.1986
Sameinað þing: 49. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2621 í B-deild Alþingistíðinda. (2237)

Búmark í mjólkurframleiðslu

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Við höfum á þessum fundi talað mikið um þingsköp. Það er rétt að vekja athygli þingheims á því að nú er að líða sá tími sem við höfum til þessarar umræðu skv. þingsköpum. Til þess að okkur takist að framkvæma ákvæði þingskapa skv. 1. mgr. 32. gr. þingskapa, um utandagskrárumræður, er mest um vert að þm. geri sér grein fyrir því að þessar umræður eru ekki vettvangur fyrir almennar umræður um málefnin því að það er ekki tími til þess. Ég veit að hv. þm. eru mér sammála um þetta. Nú eru aðeins örfáir á mælendaskrá. Þeir hafa áður talað í þessum umræðum en fá að ræða aftur um málið í trausti þess að við getum fljótlega lokið umræðunni.