26.02.1986
Efri deild: 51. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2776 í B-deild Alþingistíðinda. (2380)

288. mál, kostnaðarhlutur útgerðar

Davíð Aðalsteinsson:

Hæstv. forseti. Vegna orða hv. 4. þm. Vesturl. um það hvað væri á döfinni í Seðlabanka Íslands vegna vaxtamála vil ég fyrst taka það fram að hvorki málefni Seðlabankans né heldur vaxtamálin eru sérstaklega hér á dagskrá. Hins vegar taldi ég mér skylt vegna þessarar fsp. hv. 4. þm. Vesturl. að koma því á framfæri að bankaráð Seðlabankans hefur ekki enn fjallað formlega um ákvarðanir í þessum málum en mun gera það á morgun.

Ég er ekki í stakk búinn á þessu stigi til að kveða upp úr með viðhorf mín til vaxtabreytinganna einfaldlega vegna þess að ekki hefur legið fyrir fyrr en þá fyrst núna hverjar niðurstöður samninganna eru. Menn hljóta að draga sínar ályktanir af þeim niðurstöðum og meta vaxtabreytingar m.a. í ljósi þeirra niðurstaðna. En meira er ekki um þetta að segja á þessu stigi.