10.03.1986
Efri deild: 58. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3011 í B-deild Alþingistíðinda. (2535)

232. mál, talnagetraunir

Haraldur Ólafsson:

Hæstv. forseti. Einungis er um að ræða fyrirspurn til hæstv. dómsmrh., þ.e. hvort rætt hefur verið við forráðamenn Háskóla Íslands um þetta efni þar sem Háskólinn hefur einn haft rétt til peningahappdrættis í landinu til þessa og hvort þetta telst ekki til peningahappdrættis. Í öðru lagi spyr ég: Þegar þessum aðilum hafa verið veittir möguleikar til tekjuöflunar á þennan hátt, hvað liggur þá fyrir um fjárveitingar hins opinbera til þessara sömu aðila?