10.03.1986
Efri deild: 59. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3012 í B-deild Alþingistíðinda. (2539)

321. mál, tollskrá

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 120 1976, um tollskrá. Fjh.- og viðskn. hefur komið saman á milli funda og rætt frv. Hér er, eins og fram hefur komið, um leiðréttingar að ræða til að ná þeim markmiðum að vísitala framfærslukostnaðar lækki um 1,5%. Nefndin var sammála um að mæla með samþykkt frv. óbreytts, en Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Ragnar Arnalds skrifa undir nál. með fyrirvara.