10.03.1986
Neðri deild: 59. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3025 í B-deild Alþingistíðinda. (2567)

Um þingsköp

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég vil eingöngu staðfesta að s.l. miðvikudag, þegar ætlunin var að greiða atkvæði um þetta mál, reyndust ekki svo margir þm. viðstaddir að það tæki því að byrja þá atkvæðagreiðslu. Það var auðvitað ákvörðun hæstv. forseta sem réði því fyrst og fremst. En í framhaldi af þeirri ákvörðun og jafnframt henni hafði ég samband við fulltrúa Alþb. og Alþfl. í hv. félmn. Nd. og óskaði eftir því að hægt væri að ljúka 2 umr. og taka fyrir 3. umr. í dag. Á það var fallist. Ég tel að ekki hafi í því samkomulagi átt að skylda okkur á neinn hátt til að taka þá umræðu fyrir heldur fyrst og fremst að veita okkur heimild til að taka hana fyrir með afbrigðum til að greiða fyrir þessum störfum. Ef nú stendur svo á að ekki er hægt að láta fara fram þessa umræðu tel ég að það sé ekki brigð á því samkomulagi sem gert var s.l. miðvikudag.