10.03.1986
Neðri deild: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3032 í B-deild Alþingistíðinda. (2584)

321. mál, tollskrá

Fjmrh. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég get staðfest að reikningsaðferðir hv. 3. þm. Reykn. eru réttar. Að því er varðar spurningu hans um meðferð á þeim ívilnunum sem öryrkjar hafa notið vil ég endurtaka það, sem ég sagði í svari við þessari spurningu í fyrri umræðu málsins, að það er nú til sérstakrar athugunar, en ég hef ekki enn tekið ákvörðun um með hverjum hætti við verður brugðist. Eins og fram kom í máli hv. þm. eru fleiri en ein leið til í því efni. En það mál er til sérstakrar athugunar og verður tekið til ákvörðunar mjög fljótlega og þá frá því greint.