11.03.1986
Sameinað þing: 57. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3058 í B-deild Alþingistíðinda. (2626)

314. mál, fjárhagsvandi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar

Davíð Aðalsteinsson:

Hæstv. forseti. Það var fulI þörf á að hreyfa þessu máli. Vegna orða hæstv. iðnrh., þegar hann vék að hugsanlegri sameiningu orkufyrirtækja á svæðinu, vil ég að sú skoðun mín komi fram að það sé óumflýjanlegt að gera sérstakar ráðstafanir vegna fjárhagsvanda Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Ég lít svo til að enda þótt sameining orkufyrirtækja kæmi til á svæðinu verði í raun ekki til nýtt fjármagn við þá sameiningu sem dugir vegna þess hve fjárhagsstaða hitaveitunnar er erfið. Ef stofnað yrði til slíkrar sameiningar tel ég að þau fyrirtæki sem hlut eiga að máli þurfi að ganga nokkuð jöfn til þess leiks fjárhagslega.