11.03.1986
Sameinað þing: 57. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3058 í B-deild Alþingistíðinda. (2627)

314. mál, fjárhagsvandi Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Þetta mál krefst skjótrar úrlausnar eins og hér hefur komið fram. Í sambandi við svar hæstv. ráðherra, þar sem hann ræðir um endurskipulagningu HAB og stækkun á svæði Andakílsárvirkjunar, leyfi ég mér, svona í leiðinni, að minna á störf raforkunefndar Vesturlands sem starfaði á árunum 1976-1978 og skilaði áliti til ráðherra. Í framhaldi af því var flutt frv. um orkuveitumál Vesturlands, þ.e. frá Hvalfjarðarbotni í Gilsfjarðarbotn. Mætti e.t.v. athuga málið út frá þessu sjónarmiði.