11.03.1986
Sameinað þing: 58. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3065 í B-deild Alþingistíðinda. (2639)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Áður en gengið er til dagskrár skal tekið fram að framhaldsumræðu um 3. dagskrármálið, mat heimilisstarfa til starfsreynslu, er enn frestað þar sem svo stendur á að tvær brtt., brtt. á þskj. 589 og brtt. á þskj. 609, hafa komið fram eftir að umræða hófst og er gert ráð fyrir að hv. allshn. taki

tillögur þessar til athugunar áður en umræðunni verður fram haldið.