17.03.1986
Neðri deild: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3127 í B-deild Alþingistíðinda. (2693)

Um þingsköp

Menntmrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Ég hafði hugsað mér reyndar, þegar hæstv. aðalforseti væri mættur, að inna hann eftir þessu máli og ég held að það sé ástæða til að hinkra við með það þangað til. En síðasta mánudagsmorgun hafði ég samband við forseta og óskaði sérstaklega eftir því að fá að mæla fyrir þessu frv. og sömuleiðis beið ég hér allan fundartíma á miðvikudag eftir því að fá það tækifæri, en gafst ekki. Að öðru leyti hinkra ég við með þetta mál þar til að hæstv. forseti er mættur.