17.03.1986
Neðri deild: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3137 í B-deild Alþingistíðinda. (2701)

54. mál, sveitarstjórnarlög

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Ég hélt að ég hefði tekið það skýrt fram við 2. umr. frv. að fram væri að koma frv. um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta er að sjálfsögðu bundið við að það sé komið fram fyrir þingið innan þeirra þingskapa sem þingið gerir ráð fyrir og það verður mjög fljótlega. Ég get ekki dagsett það frekar en þá, en það verður áreiðanlega fyrir þann tíma sem þingsköp gera ráð fyrir.