17.03.1986
Sameinað þing: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3143 í B-deild Alþingistíðinda. (2719)

231. mál, mötuneyti Pósts og síma í Thorvaldsensstræti

Árni Johnsen:

Herra forseti. Fyrir tveimur árum fóru fjárveitinganefndarmenn á fund hæstv. samgrh. til að fjalla um þetta mál og biðja hann um að það yrði athugað. Ég verð að segja að þó að það komi fram hjá hæstv. samgrh. hvernig tökum hann vill taka vilja Pósts og síma í þessu efni hef ég ekki séð fram koma þau rök sem réttlæta að ekki sé hægt að gera þarna tilraun í þá átt sem vilji margra hefur staðið til. Að vísu mætti skilja á upptalningu hæstv. ráðh. að það væri logandi fjörugt félagslíf hjá Pósti og síma með fundahöldum og slíku í þessu húsnæði, en það hefur ekki verið hægt að sýna fram á að það væri ekki hægt að hliðra þarna til og ganga til móts við það sem mundi verulega setja svip á bæinn og leysa vanda leikhópa sem skipta miklu máli í menningu landsins.