17.03.1986
Sameinað þing: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3143 í B-deild Alþingistíðinda. (2720)

231. mál, mötuneyti Pósts og síma í Thorvaldsensstræti

Helgi Seljan:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á vanda leikhúshópanna sem hér starfa auk annarra hópa sem þar koma til. Ég bendi á að við eigum býsna góð leiklistarlög sem taka raunar til víðara sviðs en leiklistarinnar einnar. Þau lög eru nokkuð komin til ára sinna. Þar er m.a. kveðið á um stuðning hins opinbera við þessa listastarfsemi í heild sinni og alveg sér í lagi var þá hugað að áhugafélögum vítt um land. Í ljósi breyttra aðstæðna, m.a. blómlegrar starfsemi margra þeirra hópa listafólks sem starfa á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hygg ég að það sé brýn þörf orðin á því að endurskoða þessi leiklistarlög. Þeim tilmælum er hér með komið á framfæri við hæstv. menntmrh., sem er víst ekki í salnum reyndar, ekki síst í ljósi þessarar fsp., í ljósi þeirrar blómlegu starfsemi sem hér fer fram og mikilla erfiðleika umræddra hópa.