17.03.1986
Sameinað þing: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3160 í B-deild Alþingistíðinda. (2747)

298. mál, erlend leiguskip

Samgrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég bið nú um orðið í þriðja sinn til að svara fsp. Ég lýsi því yfir að ráðuneytið hefur hvað eftir annað hvatt íslenska kaupskipaútgerð til þess að taka ekki á leigu önnur skip en þau sem væri hægt að manna með íslenskri áhöfn. Það er rétt hjá fyrirspyrjanda að það er mikið umframframboð af kaupskipum, en þá eru það yfirleitt ekki þau skip sem henta í þessar siglingar. Ef hægt væri að taka skip af hvaða stærð sem væri væri hægt að gera þessa kröfu, en hér hefur verið unnið að því og eins og kom fram í mínu svari er unnið að því að fá samninga við hina erlendu aðila um íslenska áhöfn.