17.03.1986
Sameinað þing: 62. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3178 í B-deild Alþingistíðinda. (2783)

Iðgjöld bifreiðatrygginga

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram að það er ekkí eðlilegt að fresta utandagskrárumræðum sem skv. þingsköpum geta aðeins staðið í hálftíma. Það verður ekki gert. En hv. 2. landsk. þm. hefur fundið eðlilegasta ráðið í þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir ef mönnum þykir miður, sem er sjálfsagt miður, að hæstv. heilbr.- og trmrh. er ekki viðstaddur. En það er af gildum ástæðum sem áður hefur verið greint frá.