20.03.1986
Sameinað þing: 63. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3244 í B-deild Alþingistíðinda. (2831)

11. mál, mat heimilisstarfa til starfsreynslu

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Það stendur nú þannig á að annaðhvort er að hefja á nýjan leik efnislega umræðu um þetta mál, sem yrði þá nokkuð löng, eða að gera örstutta athugasemd. Misskilningurinn í þessu máli er svo yfirþyrmandi vegna þess að svo fáir hafa gert sér far um að kynna sér hvað núverandi samningar innihalda um þessi atriði. En ég vil verða við þeim tilmælum að taka þetta mál aftur til nefndarinnar og geyma mér efnislega umræðu um þetta.

Umr. frestað.