20.03.1986
Sameinað þing: 63. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3250 í B-deild Alþingistíðinda. (2844)

143. mál, réttaráhrif tæknifrjóvgunar

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Ég vil kynna hér nál. frá allshn. um till. til þál. um réttaráhrif tæknifrjóvgunar. Nefndin hefur fjallað um till. og leggur til að hún verði samþykkt. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Guðmundur J. Guðmundsson og Birgir Ísl. Gunnarsson. Undir þetta skrifa Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Benediktsson, Eiður Guðnason, Pétur Sigurðsson og Eggert Haukdal.

Ég vil geta þess hér að í umræðum hjá nefndinni vaknaði sú spurning hvort of strangt væri að orði kveðið í þáltill. að sú nefnd, sem ætlunin er að verði skipuð til að sinna þessu verkefni, ljúki störfum áður en næsta löggjafarþing kemur saman. Við töldum aftur á móti, og vorum um það sammála, að á Norðurlöndunum væri til staðar löggjöf í þessu efni og það ætti ekki að vera ofvaxið að vinna þetta verk fyrir þann tíma. En það er samdóma álit að það sé nauðsyn að sett verði lagaákvæði um það efni sem þáltill. fjallar um.

Umr. (atkvgr.) frestað.