25.03.1986
Sameinað þing: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3315 í B-deild Alþingistíðinda. (2921)

101. mál, fríiðnaðarsvæðið við Keflavíkuflugvöll

Fyrirspyrjandi (Karl Steinar Guðnason):

Herra forseti. Ég þakka forsrh. fyrir svör hans sem eru upplýsandi um þá þætti sem spurt var um.

Ég veit að það hefur kviknað áhugi á Suðurnesjum og í Hafnarfirði hefur atvinnumálanefnd rætt þessi mál nokkuð og vænti ég þess að þessir aðilar geti leitað til Þróunarstofnunar um frekari fyrirgreiðslu eða athugun á þessu máli með það í huga að nýta þessa leið til atvinnuuppbyggingar á þessu svæði sem vissulega er þörf miðað við það ástand sem blasir við í atvinnumálum á þessu svæði og þá einkum sjávarútvegi.