25.03.1986
Sameinað þing: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3320 í B-deild Alþingistíðinda. (2932)

346. mál, sala mjólkur til Grænlands

Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. svör hans. Það er áhugavert að þarna skuli hafa verið stigið skref til að reyna að vinna nýjan markað. Ég hvet hann til að leita þess áfram hvort ekki er hægt að koma einhverju af þessari umframframleiðslu áleiðis til Grænlands. En vitaskuld hlýtur lausnin hjá okkur í sambandi við mjólkurframleiðslu að vera sú að við framleiðum jafnmikla mjólk og við getum sjálf torgað með eðlilegum hætti og sníðum okkur þannig stakk eftir vexti.