25.03.1986
Sameinað þing: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3320 í B-deild Alþingistíðinda. (2933)

352. mál, Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins

Fyrirspyrjandi (Jóhanna Leópoldsdóttir):

Herra forseti. Í Kjarvalshúsi hefur verið rekin þjónusta við fatlaða s.l. tíu ár. Umfang starfseminnar hefur farið vaxandi með hverju ári. Strax 1978 er kominn biðlisti. Þá var ljóst að hraða þyrfti uppbyggingu greiningarstöðvar. Biðlistar eftir greiningu og meðferð hafa lengst stöðugt síðan. Því vildi ég spyrja hæstv. félmrh.:

„1. Hve margir einstaklingar bíða nú greiningar og meðferðar í Kjarvalshúsi: a) úr forgangshópi, b) aðrir?

2. Hversu lengi er áætlað að þessir einstaklingar þurfi að bíða?

3. Hefur biðlisti einstakra hópa verið að lengjast eða styttast?

4. Hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á næstunni? Er aukning á starfsemi stöðvarinnar fyrirsjáanleg?"