25.03.1986
Sameinað þing: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3325 í B-deild Alþingistíðinda. (2942)

335. mál, byggingarkostnaður nýs útvarpshúss

Fyrirspyrjandi (Þórarinn Sigurjónsson):

Herra forseti. Á þskj. 618 hef ég leyft mér að leggja fram fsp. til hæstv. menntmrh. um byggingarkostnað nýs útvarpshúss. Fsp. hljóðar svo:

„1. Hver er heildarkostnaður orðinn nú við nýja útvarpshúsið?

2. Hvað er áætlað að heildarkostnaðurinn verði við húsið fullbúið?

3. Hvernig hefur byggingin verið fjármögnuð og hver er áætlun um lokafjármögnun?"

Hér er um að ræða hús sem er búið að vera mörg ár í byggingu og æskilegt væri að fara að sjá sem fyrst fyrir lokin á. Þess vegna vænti ég þess að hæstv. ráðh. gefi svar við þessum fsp.