31.10.1985
Sameinað þing: 10. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (295)

15. mál, lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram út af ummælum hv. 2. landsk. þm. um fundarsetu meðan á ræðu hv. þm. stóð að forseti tekur undir að það er lítt til sóma að ekki skuli hafa verið fleiri í þingsölum. Þó hygg ég að það hafi ekki verið nákvæmlega rétt tilgreint sem hv. þm. sagði því að ég sá a.m.k. tvo í hliðarsölum sem hlýddu, að ég ætla, með athygli á mál hv. þm. Fleiri eru komnir núna og má ætla að þeir haldi að það verði framhald umræðunnar. En umræðunni er slitið.

Umr. (atkvgr.) frestað.