01.04.1986
Sameinað þing: 66. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3346 í B-deild Alþingistíðinda. (2967)

305. mál, sendifulltrúi Íslands á Grænlandi

Utanrrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Sem svar við fsp. hv. 2. þm. Reykn. vil ég segja þetta: Að því er varðar fyrirsvar Íslands í Grænlandi er þess fyrst og fremst að geta að staða Grænlands nú innan danska ríkisins er hin sama og staða Færeyja. Það má enn fremur víkja að því að í Færeyjum hafa nú 12-14 ríki kjörræðismenn, þ.e. ólaunaða ræðismenn. Þar hefur Ísland ræðismenn í Þórshöfn og í Klakksvík. Það er nú orðið ljóst að dönsk stjórnvöld eru reiðubúin að viðurkenna kjörræðismenn fyrir erlend ríki í Grænlandi, en svo hefur ekki verið til skamms tíma, og er því nú til athugunar í utanrrn. að skipa kjörræðismann fyrir Ísland og þá rætt um að það yrði í Nuuk eða á einhverjum öðrum stað á Suður-Græniandi.