01.04.1986
Sameinað þing: 66. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3362 í B-deild Alþingistíðinda. (3002)

Um þingsköp

Heilbr.- og trmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Komi til greina að endurskoða ákvæði þingskapalaga að þessu leyti til ætla ég að vonast til þess að ráðherrar geti ekki síður en þm. svarað þegar farið er beinlínis rangt með staðreyndir, að það sé leiðrétt þegar sagt er t.d. eins og í þessu tilviki að nefnd hafi ekki lokið störfum sem hefur lokið störfum. Það kallast ekki að veitast að þm. að hafa það sem sannara reynist og láta það koma fram. Flestum finnst a.m.k. slíkt heldur betra, en það kann að vera að einhverjum þyki það lakara.