02.04.1986
Efri deild: 68. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3403 í B-deild Alþingistíðinda. (3044)

126. mál, fjáröflun til vegagerðar

Forseti (Stefán Benediktsson):

Að gefnu tilefni vill forseti taka fram að það var fyrst og fremst að beiðni þingflokksformanna stjórnarflokkanna að talað var um þennan fundartíma. Það var haft samráð við þingflokksformenn annarra þingflokka. Þannig stóð á að hv. 5. landsk. þm. var um það leyti í ræðustól. Það var ekki rétt fyrir fjögur heldur var það um eða upp úr þrjú að þessar samræður fóru fram. Ég benti hv. þingflokksformanni Alþfl. á, þegar hann sagðist mundu verða vant við látinn á þessum tíma, að hafa samband við hina þingflokksformennina um að breyta tímatilhögun þessarar umræðu. Ég var til umræðu um slíkt. Það komu engin boð um það. Þannig hélt ég þessum fundi áfram kl. hálfsex eins og talað hafði verið um. Það er heldur ekki loku fyrir það skotið að hv. 5. landsk. þm. geti kynnt sér svör hæstv. fjmrh. í þingtíðindum fyrir næstu umræðu þessa máls því umræðu er ekki lokið.