02.04.1986
Efri deild: 68. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3404 í B-deild Alþingistíðinda. (3051)

Um þingsköp

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég vil aðeins taka undir þau orð sem hv. 2. þm. Austurl. viðhafði áðan. Ég held að það sé rétt að láta skynsemina ráða í þessu máli og fresta þessari umræðu. Það hefur verið um það talað að fundur yrði ekki lengur en til kl. 7. Þó að um það hafi ekki verið samið við alla þingflokka eða rætt held ég að það þjóni ákaflega litlum tilgangi að byrja þessa umræðu núna. Þar að auki veit ég ekki betur en að einn af frsm., 1. minni hl. ef mér ekki skjátlast, hafi boðað veikindaforföll í dag. Ég held að láta verði í ljós efasemdir um hvort eðlilegt sé að halda áfram umræðum þegar frsm. 1. minni hl. nefndarinnar er ekki á þingfundi. Ég held að það sé skynsamlegast að láta þessa umræðu bíða, annaðhvort til fimmtudags eða þá þangað til eftir helgina.