07.04.1986
Efri deild: 70. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3469 í B-deild Alþingistíðinda. (3097)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 7. apríl 1986:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Vesturlandskjördæmi, Jón Sveinsson lögmaður, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Davíð Aðalsteinsson,

5. þm. Vesturl.“

Jón Sveinsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og kjörbréf hans því verið rannsakað. Hann er boðinn velkominn til starfa.