07.04.1986
Neðri deild: 73. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3484 í B-deild Alþingistíðinda. (3141)

202. mál, verðbréfamiðlun

Samgrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Mér er bæði ljúft og skylt að svara þeirri fsp. sem hv. 3. þm. Reykv. beindi til mín. Ég get fullvissað hann um að minn ásetningur er óbreyttur, að frv. um nafnskráningu skuldabréfa nái fram að ganga alveg eins og frv. um verðbréfamiðlun svo og fleiri frv. sem liggja í nefndum. Ég hef hvað eftir annað rekið á eftir afgreiðslu þessa máls og veit ekki annað en að hún sé á næsta leiti. g tel að nafnskráning skuldabréfa sé nauðsynleg. Hún er ákveðið aðhald. Ég get ekki skilið að nokkur sé á móti því að skuldabréf séu skráð á nöfn, a.m.k. ekki þeir sem hafa ekkert að fela og þurfa ekkert að fela. Ég tel að í þessum frv. öllum sé veruleg neytendavernd sem ég tel mjög æskilega og í raun og veru nauðsynlega.