09.04.1986
Efri deild: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3540 í B-deild Alþingistíðinda. (3203)

265. mál, verslun ríkisins með áfengi

Frsm. (Eiður Guðnason):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. fjh.- og viðskn. sem er að finna á þskj. 728 og fjallar um frv. til l. um breytingu á lögum um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf. Í sem skemmstu máli mælir nefndin með því að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það liggur fyrir, en efni þess er að afnuminn verði einkaréttur ríkisins til sölu á eldspýtum og vindlingapappír.

Undir þetta rita formaður nefndarinnar, hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón Kristjánsson, Valdimar Indriðason og Egill Jónsson auk frsm., en fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Ragnar Arnalds og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.

Aðeins til upprifjunar: Frv. sama efnis var samþykkt frá þessari hv. deild í fyrra, en dagaði þá uppi í Nd. Vonandi verða örlög þess önnur og betri á þessu þingi.