09.04.1986
Efri deild: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3555 í B-deild Alþingistíðinda. (3222)

364. mál, Stofnlánadeild landbúnaðarins

Egill Jónsson:

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu frv. og þakka hæstv. landbrh. fyrir í landbúnaði til þess að bændur, sem hafa verið að færa rekstrarhalla búa sinna inn í veðdeild Búnaðarbankans með lausaskuldalánum þar, gætu staðið við þær

Hins vegar vil ég mega skoða mjög nákvæmlega með hvaða skilmálum útistandandi skuldir veðdeildarinnar eru, þ.e. þau lán sem hún hefur tekið til þess að fjármagna lausaskuldalánin með. Og ég vildi hafa fyrirvara um það að þetta frv. yrði að því leyti afgreitt óbreytt að sjá áður hvaða böggull muni fylgja skammrifi með þeirri yfirfærslu frá veðdeildinni yfir í Stofnlánadeildina sem hér er gert ráð fyrir, þ.e. þeim lánum sem veðdeildin hefur tekið til að fjármagna útlánin til bændanna. Það er útilokað að Stofnlánadeildin geti tekið að sér aðrar og meiri skuldbindingar en felast í skuldbreytingunni sem slíkri.