10.04.1986
Sameinað þing: 72. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3622 í B-deild Alþingistíðinda. (3302)

410. mál, kaupleiguíbúðir

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 2. landsk. þm. hefur beðið um orðið en hann er búinn að tala tvisvar. Hann er búinn að gera athugasemd sem var ekki mjög stutt. Það er gjörsamlega brot á þingsköpum að halda þessu svo áfram. En má ég spyrja hv. þm. hvort það er til að gefa einhverjar yfirlýsingar út af orðum ráðherra? (JS: Út af orðum félmrh.) Með því að hæstv. félmrh. gaf tilteknar þýðingarmiklar upplýsingar, sem er eðlilegt að frummælandi tjái sig um, leyfist honum að gera örstutta athugasemd.