11.04.1986
Neðri deild: 77. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3686 í B-deild Alþingistíðinda. (3374)

301. mál, dagvistarheimili fyrir börn

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Aðeins örfá orð vegna þess að ég vil ekki láta því ómótmælt að við séum ekki með hag barna í huga. Undir því get ég ekki setið. Ég lýsti því hér áðan eins vel og ég gat. Við viljum stuðla að því með öllum ráðum að hefja fóstrustarfið til vegs og virðingar og teljum vænlegra til að leysa þessi mál að efla þeirra hag og vinna að bættum kjörum þeirra og hærri launum til þess að þær fáist til að vinna þessi störf á dagvistarheimilunum. Það gerum við sannarlega með hag barna í huga.

Umr. (atkvgr.) frestað.