14.04.1986
Efri deild: 74. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3718 í B-deild Alþingistíðinda. (3387)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf, dags. 14. apríl 1986:

„Formaður þingflokks Sjálfstfl. skýrir frá að Valdimar Indriðason 3. þm. Vesturl. sé veikur og geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Leyfi hann sér því að ósk þm. með tilvísun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi, Sturla Böðvarsson sveitarstjóri, taki sæti á Alþingi í forföllum hans.

Ólafur G. Einarsson,

formaður þingflokks Sjálfstfl.“

Sturla Böðvarsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og því hefur kjörbréf hans verið rannsakað. Er hann nú boðinn velkominn til starfa.