05.11.1985
Sameinað þing: 11. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 403 í B-deild Alþingistíðinda. (340)

57. mál, fangelsismál

Fyrirspyrjandi (Helgi Seljan):

Herra forseti. Á þskj. 58 hef ég leyft mér að bera fram svohljóðandi fsp. til hæstv. dómsmrh. um fangelsismál:

„Hvað líður störfum nefndar um úrbætur í fangelsismálum sem sett var á laggirnar í kjölfar þál. frá Alþingi 20. apríl 1982?"

Á þinginu 1982 fluttum við Guðmundur J. Guðmundsson og Baldur Óskarsson tillögu til úrbóta í fangelsismálum okkar. Í kjölfar hennar var allmikil og um margt ánægjuleg umræða og ýmislegt markvert kom þar fram. Þáltill. var samþykkt, nefnd sett á laggirnar og mér er kunnugt um verulegt starf á vegum hennar. Um verkalok er ekki spurt, en að liðnum meira en þrem árum er eðlilegt að fá vitneskju um það, hvernig horfir og hvað hefur þegar verið gert. Því er fsp. þessi borin fram.