14.04.1986
Efri deild: 75. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3766 í B-deild Alþingistíðinda. (3460)

237. mál, eftirlit með skipum

Samgrh. (Matthías Bjarnason):

Virðulegi forseti. Þetta frv. um breytingu á lögum um eftirlit með skipum er um að 45. gr. laganna falli niður og þá breytist númeraröð greina 46 og áfram í samræmi við það, og að lögin öðlist gildi 30. júní 1986. Niðurfelling þessarar greinar þýðir að felld er niður rannsóknarnefnd sjóslysa með tilliti til þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum um Siglingamálastofnun og þess frv. sem næst verður tekið hér fyrir.

Ég legg til, virðulegi forseti, að að lokinni þessari umræðu verði þessu frv. vísað til 2. umr. og hv. samgn.