15.04.1986
Neðri deild: 80. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3807 í B-deild Alþingistíðinda. (3485)

368. mál, selveiðar við Ísland

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Þetta mál snýst og á að snúast um stjórnun selveiða og jafnvægi selastofnsins. Ég tel eðlilegt að selveiðar heyri undir sjútvrn. Með tilliti til þess að frv. gerir ráð fyrir nánu samstarfi um allar ákvarðanir við landbrn., Náttúruverndarráð, Hafrannsóknastofnun, Búnaðarfélag Íslands og Fiskifélag Íslands tel ég ekkert svo varhugavert við samþykkt frv. að ég sjái ástæðu til að tefja framgang þess. Ég hef enda gert nánari grein fyrir þeim sjónarmiðum mínum í ræðu hér á hinu háa Alþingi.

Um rétt til hlunninda bújarða ber að fjalla sérstaklega í samhengi við og aðra löggjöf og þá í samhengi við rétt einstaklinga til lands og sjávar þar sem um getur verið að ræða almenningseign. Það eru önnur mál og ber að fjalla um þau sérstaklega. Ég segi já.